Própan er litlaus gastegund, laus við eiturhrif en hefur væg, svæfandi áhrif. Própan er aðallega framleitt við hreinsun á hráolíu og sundrun á öðrum olíuafurðum.
Própan má geyma á vökvaformi undir eigin gufuþrýstingi, sem er aðeins 7 bör við stofuhita.
Própan á almennum markaði til iðnaðarnota inniheldur oft snefilmagn af bútani.
Própan hefur hærra varmagildi á hvert kíló af gasi en asetýlen en myndar lægra hlutfall af þeim hita í kjarnaloganum. Hitastig logans er lægra og súrefnisþörfin er um það bil fjórum sinnum meiri en fyrir asetýlen.
Própan er sprengifimt í snertingu við loft, ístyrkleika milli 2,2 og 9,5%. Það er eðlisþyngra en loft, sem þýðir að gasleki sígur niður að gólfi og ryður burtu lofti og veldur aukinni hættu á sprengingu eða köfnun.
Própan er víða notað í iðnaði í bland við súrefni eða loft. Dæmi um slíka notkun eru hitun með loga, lóðun/brösun og skurður.