Í framleiðsluiðnaði er notast við mismunandi gerðir plasmasuðu og liggur munurinn einkum í lögun spíssins og gerð ljósbogans.
Plasmasuða er algeng aðferð við að sjóða saman málma.Þetta er tækni sem líkist TIG-suðu; ljósbogi myndast við skammhlaup milli volfram-skauts og vinnslustykkisins.Plasmasuða sker sig aðallega úr í því að þar er ljósboginn látinn fara gegnum vatnskældan spíss.Þess vegna er ljósboginn mjög sterkur, sem hefur ýmsa kosti í för með sér.
Helsti kosturinn við plasmasuðu kemur fram við suðu á þykkari plötum (2 til 8 mm), þar sem hægt er að nota „skráargatsaðferðina“.Sú aðferð felst í því að brætt er gat í gegnum plötusamskeytin með öflugum plasmaljósboga.Þegar brennarinn er færður eftirsamskeytunum flyst efnið sem bráðnar við brún gatsins aftur yfir gatið vegna þrýstings frá ljósboganum.Þar þéttist það og harðnar sökum yfirborðsspennu.Með þessari aðferð fæst jöfn og gegnheil suða.
Gastegundir til plasmasuðu hafa þrískipt hlutverk
Plasmagastegundir mynda plasmann á milli suðuskautsins og vinnslustykkisins.Við suðu á ryðfríu stáli er argon eða blanda argons og vetnis notað sem plasmagas.Við suðu á málmum öðrum en járni eru notaðar blöndur úr argoni og helíum.Að auki er þörf fyrir sérstakar hlífðargastegundir til að verja bráðina og svæðið sem hitinn hefur áhrif á.Hlífðargasið flæðir út úr ytri spíssnum þannig að það umlykur plasmaljósbogann og kemur þannig í veg fyrir að andrúmsloft komist að ljósboganum og suðubráðinni.
Það hefur bein áhrif á orku ljósbogans hvaða hlífðargastegund er notuð.Hlífðargasið og plasmagasið eru yfirleitt eitt og hið sama.Bakgas ver bráðina og svæðið sem hitnar á bakhlið suðunnar.Stundum er notuð hlíf (suðuskór) til að verja upphitaða svæðið aftan við bráðina enn frekar.
Sérstakar varúðarráðstafanir gilda um útfjólubláan ljósbogann sem myndast við suðuna og eins vegna suðureyks.