Þjónusta - Almennir leiguskilmálar
1. Með undirskrift reiknings gengst leigutaki við leiguskilmálum Linde Gas ehf.
2. Hylkin eru eign Linde Gas ehf og má aðeins fylla á þau hjá Linde Gas ehf.
3. Linde Gas ehf sér um allt viðhald á leiguhylkjum samkvæmt opinberum reglum.
4. Leigutaki ber alla ábyrgð s.s. vegna þjófnaðar, bruna og skemmda á hylkjum eða sem hljótast af notkun hylkjanna. Skemmdir sem orsakast af illri meðferð ber leigutaka að greiða. Töpuð eða eyðilögð hylki greiðast með verði á nýjum hylkjum.
5. Hafi leigusamningi ekki verið sagt upp mánuði áður en leigutími rennur út endurnýjast samningurinn til jafn langs tíma og skilmálar hans segja til um.
6. Leigutaki sem er með hylki umfram leigusamninga greiðir dagleigu samkvæmt leiguskilmálum Linde Gas ehf. Sama á við ef leigutaki er með hylki en hefur ekki gengið frá hylkjaleigusamningi.
7. Öll hylki Linde Gas ehf eru merkt með einkvæmu númeri. Þegar hylkjum er skilað til Linde Gas ehf eru þau ávallt skráð út af sama leigutaka og upphaflega tók þau á leigu.
8. Hylkjaleigusamningur er ekki framseljalegur og getur leigutaki ekki losað sig undan ábyrgð með því að láta hylkin í hendur þriðja aðila. Slíkt verður að gera með skriflegu samþykki beggja aðila og í samráði við Linde Gas ehf.
9. Þegar um eins og þriggja ára leigusamning er að ræða greiðist hylkjaleigan fyrirfram fyrir allt tímbilið. Leigutaki á ekki rétt á endurgreiðslu fyrirframgreiddrar hylkjaleigu. Verði hylkjaleiga ekki greidd fyrir eindaga reiknast vextir og vanskilagjald á skuldina frá gjalddaga.
10. Komi til gjaldþrots eða rekstarstöðvunar leigutaka ber hann ábyrgð á að skila hylkjum til Linde Gas ehf án tafar. Verði vanefndir eða vanskil á samningi þessum er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu fyrirvaralaust.