Við framleiðslu á drykkjarflöskum nota framleiðendur ókolsýrðra drykkja (vatns, ávaxtasafa, tes o.s.frv.) yfirleitt á pólýetýlentereþalat (PET). Undanfarin 20 ár hafa plastflöskur orðið sífellt þynnri, til að mæta kröfum um umhverfisvernd og hagræðingu. Það þýðir að PET-fjölliðar í flöskunum eru færri og umbúðirnar þynnri og veikari.
Þegar fyllt hefur verið á flöskur verður að stafla þeim fyrir flutninga á neytendamarkað. Flöskur sem lenda neðst á bretti geta hæglega gefið sig vegna þyngdarinnar sem ofan á er. Þetta getur skapað hættuástand og valdið umtalsverðu tapi.
Með þrýstingsjöfnun í flöskunum má forðast þetta vandamál. Köfnunarefni er fáanlegt í fljótandi formi og hentar fullkomlega til verksins. Þegar fljótandi köfnunarefni gufar upp þenst það út í 682-falt rúmtak sitt í fljótandi formi. Auk þess verndar það drykkinn fyrir skemmdum, þar sem það er óhvarfgjarnt, og kemur um leið í veg fyrir tekjutap sem kann að leiða af oxun.
Við bjóðum fljótandi köfnunarefni (LIN) til notkunar í þeim skömmtunarkerfum fyrir fljótandi köfnunarefni sem algengust eru í átöppunarstöðvum. Slík kerfi bæta örsmáum dropa af fljótandi köfnunarefni út í drykkinn og setja tappann samstundis á svo efnið komist ekki út. Efnið þenst út þegar það gufar upp og eykur innri þrýsting í flöskunni. Þannig eru flöskurnar „stífaðar“ áður en þeim er staflað.