Beint samband er milli gasstreymis og orkumagns logans.Þeim mun meiri sem orkumagn logans er, þeim mun meiramá gasstreymið vera:Aukið gasstreymi merkir að meira gasi er brennt á hverja tímaeiningu.Þeim mun meira gas sem brennt er, því meiri varmi.
Hitun með loga merkir staðbundin undirbúningshitun fyrir hitamótun, s.s. til að beygja rör, sveigja kveikjur, ná skálarlögun á botn hylkja eða til forhitunar og endurhitunar við logsuðu og logskurð.Bæði eru notaðir venjulegir suðubrennarar og sérhannaðir afkastamiklir brennarar fyrir asetýlen með súrefni við slíka hitun.Mælt er með því að notaðir séu afkastamiklir brennarar til hitunar, sér í lagi þegar nota á mikinn hita á vinnslustykkið, með mesta mögulega hraða og styrk.