Þessi gastegund er notuð sem kælimiðill í margs konar iðnaðarferlum, svo sem þegar efni sem eru viðkvæm fyrir hita eru möluð, við samsetningar og til einangrunar í lofttæmi.
Ofurkælimiðlar, svo sem fljótandi köfnunarefni eða fljótandi koldíoxíð, viðhalda gæðum vörunnar á besta mögulega hátt meðan á flutningum stendur. Þetta á við um jafnt fersk sem djúpfryst matvæli.
Við bjóðum bæði bein og óbein kælikerfi. Þessi kerfi eru svo sveigjanleg að þau geta bæði kælt heilan flutningavagn eða flutningavagn sem er hólfaður niður, allt eftir óskum.
Augljósir kostir
- Fljótlegt og sveigjanlegt
- Nákvæm hitastýring
- Óhvarfgjarnt andrúmsloft
- Laust við klórflúorkolefni
- Hávaðalaus notkun
- Lítið viðhald
- Lítill fjárfestingarkostnaður
Meðan á flutningum stendur helst þurrísinn í föstu formi við hitastig allt að -78 °C. Loftþéttur gámur og nokkur kíló af þurrís halda hitastiginu lágu í nokkra daga. Við bjóðum fjölbreytt úrval geymslulausna.
Kæligeta hvers tanks byggir á fljótandi koldíoxíði við -45 °C og ekki þarf að nota önnur kælikerfi. Almenn kælikerfi hafa takmarkaða afkastagetu en auðvelt er að auka afkastagetu gasknúins kælikerfis þegar vagninn eða gámurinn er fullhlaðinn. Koldíoxíð kælir loftið með hitaskipti, áður en það er ræst út um þak bílsins. Ef þörf krefur nýtir kerfið upphitað kælivatn frá bílvélinni til að viðhalda því hitastigi sem ætlað er fyrir klefann. Þú hefur fulla stjórn á hitastiginu. Hávaðalaust kælikerfi með koldíoxíði hefur mikla kosti í borgarumhverfi, sérstaklega að næturlagi.
Þegar flytja þarf smærri hluti er hægt að nota færanlega frauðplastkassa.
Einangrun kassans, hitastig umhverfisins og hitastigið sem á að vera í vörunni ræður því hversu mikið magn af þurrís þarf. Þumalputtareglan er að til að halda hitastigi undir -20 °C í tvo sólarhringa í einum fimm lítra frauðplastkassa með 30 mm einangrun þarf 8 kíló af þurrís. Hjá Icebitzzz er hægt að nálgast formúlu til að reikna þetta út.
Allt koldíoxíð sem framleitt er hjá og afhent er af AGA er fengið úr iðnferlum sem losa koldíoxíðsríkar gastegundir s.s. jarðhitaholum.