Logalaust súrefniseldsneyti
Brennslutækni með súrefniseldsneyti án loga er sérhönnuð til að auka afköst, draga úr eldsneytisnotkun, auka stöðugleika hitastigs og minnka útblástur.Brennslan fer fram með þynntri súrefnislausn við það að ofngastegundum er blandað inn á brennslusvæðið.Við það hægist á brennslu súrefniseldsneytisins og hitastigið í loganum lækkarundir það mark þar sem köfnunarefnisoxíð myndast.Við íblöndun útblástursgass í logann dreifist orka um allt ílátið og við það helst hitastigið jafnt og hitunin verður hraðari.Dreifði loginn inniheldur sama magn orku en dreifir hitanum á mun skilvirkari hátt.Þannig fæst mun einsleitari hitun, enn minni eldsneytisþörf og mun minni útblástur köfnunarefnisoxíðs (NOx).
Forhitunarkerfið OXYGON® 400 starfar við logalausa stillingu þar sem aðeins stýriloginn er alltaf sýnilegur.
Eiginleikar
Fyrirferðarlítið, sterkbyggt og sveigjanlegt brennarakerfi fyrir súrefniseldsneyti.Sjálfkælandi gerð (keramík).
Með innbyggðum stýriloga og UV-hlöðu.
Aðskildar flæðibrautir fyrir eldsneyti og súrefni
Verkferlisstjórnkerfi sem hægt er að kveikja/slökkva á til að forstilla hitastig eða hitastigskúrfu
Einföld tenging með forstilltum íhlutum
Ávinningur fyrir viðskiptavininn
Allt að 55% minni eldsneytisnotkun og útblástur koldíoxíðs og 25% styttri hitunartími fyrir deiglurnar
Logalaust súrefniseldsneyti gefur jafnari hitun og það lengir líftíma eldtraustra fóðringa
Logalaust súrefniseldsneyti dregur verulega úr útblæstri köfnunarefnisoxíðs
Fyrirferðarlítill, einfaldur og kraftmikill súrefniseldsneytisbúnaður sem auðvelt er að setja upp í hvaða ílát eða tank sem er
Heitari deigla gerir mögulegt að tappa af við lægra hitastig og spara þannig orku, draga úr álagi á eldtrausta fóðrun og minnka skil (vara sem þarf að endurvinna vegna of lágs hitastigs málmsins)
Hraðari hitun, sem getur fækkað deiglum sem eru í notkun á hverju tíma
Heitari ílát með jafnari hita auka gæði steypunnar