Vetni (H2) hefur verið notað til iðnaðar í hundrað ár og mikið magn er notað til ýmis konar framleiðslu á hverjum degi. Vetni á að gegna lykilhlutverki í þriðju “grænu” iðnbyltingunni. Vetni er algengasta efni í náttúrunni og ólíkt jarðefnaeldsneyti, hráolíu og jarðgasi, mun vetni aldrei klárast. Eins og rafmagn er vetni orkugjafi. Vetni er ekki til staðar sem orkulind í náttúrunni heldur er það notað til að geyma orku, gefa og veita orku og leiðir hita best allra lofttegunda. Vetni sem geymt er til dæmis hægt að nota beint sem eldsneyti eða til að framleiða rafmagn.
Sönnuð langvarandi sérþekking.
Linde er eina fyrirtækið sem nær til allra þátta í virðiskeðju vetnis. Frá framleiðslu og vinnslu, gegnum dreifingu og geymslu til daglegra iðnaðarnota og neytanda. Linde byggir á áratuga löngum rannsóknum og fjölda raunverulegra verkefna og nýsköpun og hefur sannað sérþekkingu við að skila starfhæfri, þjóðhaslega hagkvæmri tækni til fjölþættra nota.