Hitameðferð felur í sér notkun hita eða kulda, alla jafna við mjög háan eða lágan hita, til að ná fram æskilegum áhrifum, svo sem herðingu eða mýkingu efnis.
Glóðun Glóðun næst fram með hitameðferð sem krefsthlutlausra (eða óhvarfgjarnra) eða stýrðra loftaðstæðna. |
Brösun Með brösun er hægt að gera margháttaðar breytingar á íhlutum, mismunandi málmtegundum og efnum sem ekki eru málmar og ekki af sömu þykkt, sem tengja á saman. |
Kolefnishersla og kolefnisnítrun Til að loftaðstæður henti fyrir kolefnisherslu þarf loftið að geta flutt kolefni (og einnig köfnunarefni, þegar um kolefnisnítrun er að ræða) yfir á stályfirborð. |
Galvanhúðun Notkun köfnunarefnis við gasþurrkun á galvanhúðuðum lengjum og vírum er mjög algeng aðferð við að tryggja góða yfirborðsáferð. |
Herðing Hlutlaus herðing er hitameðferðarferli fyrir stál sem hefur að markmiði að kalla fram martensítörbyggingu í stálinu. |
Nítrun og kolefnisnítrun Þessi verkferli byggja á flæði köfnunarefnis við háan hita inn í yfirborðslög stáls með lágt magnkolefnis. |
Snöggkæling og kæling Beiting snöggkælingar með gasi í lofttæmisofnum hefur ýmsa kosti umfram bæði hefðbundin verkferli og snöggkælingu með vökva. |
Sindrun Við hitameðhöndlun fást hlutar sem eru harðari (martensítískir) og/eða sterkari (martensítískir/baínítískir) með því að stýra kælihraðanum. |
Meðferð undir frostmarki Notast við tiltölulega kalt verkferli til að ná stöðugleika og fjarlægja austenít eða djúpkulda til að auka slitþol. |
Aðrar notkunaraðferðir Þetta geta verið aðferðir allt frá gufusæfingu (autoclave) til hitaflotpressunar (Hot Isostatic Pressing, HIP) |