Við vinnslu í iðnaði eru notaðar ýmsar brennslugastegundir í bland við súrefni eða loft, t.d. asetýlen, metan, própýlen og própan. Brennslugas er skilgreint sem gastegund sem er brennanleg þegar hún er blönduð með lofti eða súrefni.
Asetýlen
Asetýlen er víða notað sem brennslugas. Asetýlen framkallar heitasta logann af öllum brennslugastegundum og er eina brennslugasið á almennum markaði sem má bæði nota við suðu- og skurðarverk. Það má einnig nota við lóðun/brösun og logasprautun.
Própan Linde (fyrrum ÍSAGA) gas)
Própan er gjarnan notað við hitun, bræðslu, herslu, þurrkun, skurð og lóðun/brösun. Própan-/súrefnisloginn er með lægra hitastig en asetýlen-/súrefnisloginn.
Própýlen (Thermolen)
Própýlen hefur sama notkunarsvið og própan. Própýlen-/súrefnisloginn hefur hærra hitastig en própan-/súrefnisloginn og er notaður við vinnslu þar sem leitast er við að auka vinnsluafköst.