Fiskur og annað sjávarfang njóta síaukinna vinsælda um heim allan, enda einkar hollur valkostur í stað kjöts.
Ferskur fiskur og annað sjávarfang fela þó í sér sértækar kröfur um örugga meðhöndlun og gæðastjórn. Þessar afurðir tapa hratt upprunalegum gæðum sökum mikillar vatnsvirkni, hlutleysis í pH-gildum (sem hæfir örveruvexti fullkomlega) og vegna þess að þær innihalda ensím sem valda hraðvirkri rýrnun á bæði lykt- og bragðgæðum. Við niðurbrot prótíns af völdum örvera myndast fljótt vond lykt.
Við hjá AGA bjóðum fjölbreyttar lausnir sem viðhalda öryggi og gæðastöðlum á öllum sviðum vinnslu sjávarfangs – allt frá uppskeru í eldisstöðvum á disk neytandans.
Tæknilausnir fyrir fiskeldi og búnaður sem hjálpar þér að ná bestu hugsanlegu gæðum vatns og auka súrefnismagnið
Kæling við flutninga til að viðhalda gæðum vörunnar á öllum stigum dreifingarkeðjunnar
Kæling/frysting við ofurkulda til að stýra vinnsluhitastiginu í verksmiðjunni þinni
Loftskiptar umbúðir (MAP) til að auka geymsluþol.