Brennslutækni með súrefniseldsneyti við lágt hitastig er sérhönnuð til að mæta kröfum innan áliðnaðarins um síaukin afköst, með jöfnum ofnhita til að forðast heit svæði, minni eldsneytisnotkun, aukna framleiðslu og minni útblástur.Brennslan fer fram með þynntri súrefnislausn við það að ofngastegundum er blandað inn á brennslusvæðið.Við það hægist á brennslu súrefniseldsneytisins og hitastigið í loganum lækkar þar til því svipar til hitastigsins í lofteldsneytisbrennslu, sem er undir því marki þar sem köfnunarefnisoxíð myndast.
Við íblöndun ofngastegunda í logann dreifist orka um allan ofninn og við það helst hitastigið jafnt og bræðslan verður skilvirkari.Dreifði loginn inniheldur sama magn orku en dreifir hitanum á mun skilvirkari hátt.Þannig fæst einsleitari hitun og bræðsla sem ekki aðeins gefur færi á auknum inntakskrafti, og um leið skemmri bræðslutíma, heldur dregur einnig úr gjallmyndun og útblæstri köfnunarefnisoxíðs.