Er gas eitt af undirstöðuhráefnum í fyrirtækinu þínu ?
Ef svo er þarftu á samstarfsaðila að halda sem getur veitt þér viðeigandi gasþjónustu, kemur til móts við kröfur þínar og er með þá sjálfvirkni í afgreiðslu sem þarf til að gera daglegan rekstur sem hagkvæmastan.
Þjónustan sem við bjóðum er hönnuð til að tryggja traust og stöðugt framboð á gasi en geta um leið brugðist fljótt við ófyrirséðum breytingum á eftirspurn.
Þjónustan felst meðal annars í eftirfarandi:
Hafðu samband við sölufulltrúa eða þjónustuaðila Linde (fyrrum ÍSAGA) til að fá frekari upplýsingar um sértæka þjónustu í boði á þínu svæði.
Með SECCURA® sjálfvirkri gasafhendingu fyrir tanka þarftu ekki lengur að fylgjast með stöðu gasmæla, panta gas eða sjá um sendingar – við gætum þess að tankurinn tæmist ekki. |
|
Sjálfvirk gasafhending SECCURA fyrir gashylki sér um alla þætti í tengslum við framboð á gasi í gasdreifikerfinu þínu. Þar með talið er eftirlit með stöðu gasmæla, gaspantanir, flutningur á staðinn og að skipta um hylki eða hylkjasamstæður. |
|
Þar sem engar dreifingarráætlanir geta séð fyrir um allt óvænt sem upp á getur komið erum við líka með hrað- og neyðarsendingarþjónustu sem bregst fljótt við öllum ófyrirséðum þörfum þínum fyrir gas. |