Miðstöðin vinnur að þróun og prófun á tækjabúnaði til notkunar í fiskeldi bæði í fersk- og saltvatni. Rannsóknarmiðstöðin framkvæmir einnig mælingar á umhverfisáhrifum fiskeldis og býður sérsniðin námskeið fyrir viðskiptavini sem og aðra sem áhuga hafa.
Súrefni er mikilvægasti einstaki þátturinn til að tryggja góðan árangur í fiskeldi. Magn súrefnis í vatni þarf að vera stöðugt og í réttum hlutföllum við aðrar gastegundir í vatninu, s.s. köfnunarefni. Magn fisks í kerinu og vatnsstraumur skiptir miklu máli.
Þegar vatn hitnar, getur það auðveldlega innihaldið allt of mikið gas. Of mikið súrefni skapar ekki nein stór vandamál, vegna þess að fiskurinn þarfnast þess. Hinsvegar mun of mikið köfnunarefni leiða til fiskdauða.
Lausnin á þessu er að að leiðrétta jafnvægið í vatninu. Þetta er gert SOLVOX® P kerfinu, sem dreifir súrefni í vatnið og þannig hverfur vandamálið vegna köfnunarefnisins.
Til að tryggja almenna heilsu fisksins, matarlyst og vöxt þarf að tryggja að nægt súrefni berist í vatnið. Rétt súrefnismagn hjálpar einnig við að lágmarka áhrif streitu sem vatnshiti hefur á fisk. Með blöndun súrefnis er hægt að auka þéttni stofnsins, hámarka umbreytingu fæðunnar og skapa bestu mögulegu lífslíkur og kjör ræktunaraðstæður.
Við bjóðum:
- Hagkvæmar lausnir við íblöndun súrefnis í vatn sem eykur framleiðslugetu í fiskeldi.
- Fljótandi og samanþjappaðar gastegundir og dreifikerfi fyrir þær.
- Sérsniðnar lausnir fyrir hvern viðskiptavin.
- Góðan skilning á öllum þeim þáttum sem skipta miklu máli í framgangsríku fiskeldi í gegnum víðtækt net alþjóðlegra sérfræðinga með yfirgripsmikla þekkingu í fiskeldi
Við bjóðum einnig:
- Ráðgjöf og hönnun.
- Hámörkun vatnsstraumsins og aðstæðna í kerinu.
- Útreikninga og mælingar á umhverfisáhrifum.