Samkeppni í bílaiðnaði eykst stöðugt. Framleiðendur standa frammi fyrir því að þurfa að lækka kostnað til að viðhalda hagnaði og því hafa margir þeirra flutt starfsemi sína til landa í austri þar sem framleiðslan er ódýrari. Bílaframleiðendur þurfa því á traustum samstarfsaðila að halda sem getur afhent vörur um allan heim.
Að auki er aukinn þrýstingur á framleiðendur að nota léttari málma, málmblöndur og plast til verndar umhverfinu. Háþróaðar lausnir við suðu geta nýst þeim við að hanna léttari og sparneytnari bíla með minni útblástursmengun.
Nýttu þér sérfræðiþekkingu Linde
Sérfræðingar okkar vinna náið með fyrirtæki þínu að því að greina þarfir þess hvað varðar framleiðni, gæði og kostnað. Sérfræðingar munu sérsníða lausnir sem henta fyrirtækinu fullkomlega, hvort sem um er að ræða alsjálfvirk lasersuðukerfi fyrir stórar verksmiðjur eða logsuðutæki fyrir bifreiðaverkstæði.
Auk mikils úrvals og nýjustu tækni í vörum okkar til suðu og skurðar bjóðum við fjölbreytta þjónustu. Þar má til dæmis nefna öryggisþjálfun til að tryggja að allt gas sem notað er sé meðhöndlað og komið fyrir á réttan hátt. Að síðustu er vert að nefna að við getum afhent vörur okkar og þjónustu hvar sem er í heiminum.
Eftirfarandi er meðal þess helsta sem við bjóðum á sviði bílaiðnaðar :
Alhliða lausnir við suðu
Heildarlausnir fyrir lasergastegundir
Heithúðun sem gefur rennislétt yfirborð
Aðferðir við hitameðferð til að tryggja rétta kornabyggingu, efnis- og yfirborðseiginleika
Umhverfisvænar hreinlætislausnir
Fljótandi gastegundir sem auka framleiðni fyrir steypta plast- og gúmmíhluti og hjólbarða
Lausnir fyrir dreifingu kælimiðla í loftræstikerfum fyrir bíla
Utblástursprófun – kvörðunargas okkar er notað til nákvæmrar mælingar á loftgæðum og við prófun á ökutækjum hjá bílaframleiðendum og á bifreiðaverkstæðum
Gas til húðunar fyrir vandaða yfirborðsmeðferð
- Gas til einangrunar