Reglugerðir um ábyrga gasnotkun taka stöðugt breytingum. Það getur verið erfitt að fylgjast með þeirri þróun.
Við hjá Linde (fyrrum ÍSAGA) setjum öryggið í fyrsta sæti. Heilsa og öryggi starfsmanna okkar, viðskiptavina og almennings er algjört forgangsatriði.
Rétt meðferð gass er það sem við kunnum best – við þekkjum lög og reglugerðir og höfum þróað þjónustu sem hjálpar þér að lágmarka áhættuna fyrir þig og þitt starfsfólk.
Þjónustan sem við bjóðum upp á:
Viðhaldsþjónustan felur í sér reglulegar skoðanir á þrýstingi í gasdreifikerfinu til að tryggja hámarksnýtingu kerfisins og öryggi þess. | |
Öryggisnámskeið okkar tryggja að starfsfólk þitt skilur eiginleika og einkenni mismunandi gastegunda og getur notað þær, geymt og meðhöndlað á öruggan hátt. Við bjóðum upp á venjuleg opin námskeið og sérsniðin námskeið á vinnustað. |
|
Gasvottunarkerfi okkar tryggir starfsfólki þínu örugg starfsskilyrði og þér mestu vörugæði og mjög áreiðanlega verkferla og heldur utan um gæðaeftirlit og greiningar á gastegundum og gasblöndum. |