Ofgnótt súrefnis getur skapast þegar ekki farið eftir vinnureglum. Upplýsingarnar hér á eftir fjalla um þær hættur og einfaldar varúðarráðstafanir til að tryggja örugga notkun súrefnis.
Samsetning andrúmslofts:
Hlutfall af andrúmslofti:
Súrefni 21%
Köfnunarefni 78%
Argon 1%
Gastegundir í andrúmsloftinu eru óeitraðar en súrefnis er undirstaða æðra lífs og tekur þátt í bruna.
Súrefni er eldnærandi og viðheldur bruna á meðan köfnunarefni og argon eru eldtefjandi.
Ógætni í meðferð súrefnis getur leitt til hærri styrks súrefnis í andrúmslofti. Menn finna ekki lykt af súrefni né greina hærri styrk í lofti.
Þegar þessar gastegundir eru í fljótandi formi er nauðsynlegt að hafa í huga hversu kaldar þær eru (minna en -180°C við eina loftþyngd). Fljótandi gas getur auðveldlega valdið kalsárum komi það í snertingu við húð og gert ýmis efni brothætt og minnkað burðarþol burðarbita.
Eldhætta vegna auðgunar súrefnis
Súrefni hvarfast við flest frumefni. Byrjun efnahvarfsins, hraði, kraftur og umfang þess byggist á:
- Þéttni, hitastigi og þrýstingi hvarfefnanna
- Kveikjuorka og tegund kveikjunnar.
Tilhneiging efna til að brenna
Súrefnisauðgun í andrúmslofti, jafnvel bara um nokkur prósent eykur hættu á eldi verulega. Neistar sem venjulega væru taldir saklausir geta valdið eldi og efni sem brenna ekki í hefðbundnu andrúmslofti, þar á meðal eldtefjandi efni, geta brunnið kröftuglega eða jafnvel sjálfkrafa.
Olía og fita
Olíur og fita eru sérstaklega hættulegar með súrefni þar sem kviknað getur í þeim sjálfkrafa og þær brenna með miklum krafti. Olíu og fitu skal aldrei nota til að smyrja súrefnis- eða þrýstiloftsbúnað. (Sérstök smurefni sem henta fyrir súrefni er hægt að nota í ákveðnum tilvikum)
Reykingar
Mörg brunaslys verða vegna þess að kveikt er í sígarettu. Mikilvægt er að brýna hættuna við reykingar þar sem súrefni er notað og súrefnisauðgun getur átt sér stað. Reykingar eru bannaðar á öllum slíkum stöðum.
Ástæður og ráðstafanir vegna súrefnisauðgunar
Til að koma í veg fyrir súrefnisauðgun í andrúmslofti skal prófa nýsamsettan búnað með þrýstifallsprófi eða lekaleitarúða sem hentar viðkomandi tæki.
- Prófið allan búnað reglulega
- Gashylki skal verja gegn höggum, harkalegri meðhöndlun og falli.
Í málmvinnslu, svo sem við steypun, skurði, samsetningu og hitun með súrefnið flæði getur umfram súrefni sloppið út í andrúmsloftið. Þess vegna er mjög mikilvægt að loftræsting sé fullnægjandi í rýmum þar sem slík vinnsla fer fram svo súrefnisauðgun eigi sér ekki stað og brennanlegar vörur eins og köfnunarefnisoxíð sé haldið undir viðmiðunarmörkum.
Forðast skal, sérstaklega í lokuðum rýmum, að fresta íkveikju í suðutækjum eftir að skrúfað hefur verið frá lokum. Þegar logskorið er þarf súrefni til að hita logann og einnig til að brenna efnið og blása gjalli frá. Þetta leiðir af sér umfram súrefni sem er ekki nýtt og eykst eftir því sem þrýstingurinn eykst, eða ef tækin eru með of stórt gat miðað við efnið sem skera á. Það er því mjög mikilvægt að velja réttan stút og þrýsting.