Til andrúmsloftsgastegunda teljast þær gastegundir sem eru að öllu jöfnu til staðar í loftinu umhverfis okkur. Á meðal þeirra eru:
Af áðurtöldum gastegundum eru argon, súrefni og köfnunarefni aðallega framleidd með því að aðskilja andrúmsloft í grunninnihaldsefni þess. Þetta er yfirleitt gert með því að lækka hitastig loftsins þar til hvert innihaldsefni tekur á sig fljótandi form og er þá hægt að fjarlægja.
Hvað hinar tvær gastegundirnar í þessum flokki varðar myndast koldíoxíð sem aukaafurð við nokkra mismunandi efnaframleiðsluferla.
Helíum myndast með náttúrulegum hætti í jarðskorpunni, þar sem það festist í einangruðum berghólfum, á svipaðan hátt og jarðolía. Slíkir „helíumbrunnar“ finnast aðeins í vissum heimshlutum þar sem tilteknar jarðfræðilegar aðstæður eru fyrir hendi, en af þeim sökum er helíum sjaldgæf og dýr gastegund.
Hver þessara gastegunda býr yfir sínum sértæku eiginleikum en í sameiningu mynda þær lífsnærandi blöndu sem hefur haldið grunninnihaldsefnum sínum í milljónir ára, jafnvel þótt hlutföll stakra efna hafi breyst.
Stærstur hluti andrúmsloftsgastegunda flokkast sem óvirkar eða óhvarfgjarnar gastegundir og það eru aðeins oxandi gastegundirnar, eða súrefni og koldíoxíð, sem hvarfast auðveldlega við önnur efni. Þessir eiginleikar umhverfisgastegunda koma að góðum notum við ýmis iðnaðarferli.