Hörð verðsamkeppni hefur sett mark sitt á skipasmíðaiðnaðinn. Margir framleiðendur hafa þegar flutt reksturinn til landa þar sem framleiðslan er ódýrari og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera með traustan söluaðila á gasi sem getur afhent vöruna um allan heim.
Framleiðni og gæði eru þó sem fyrr lykilþættirnir í skipasmíði. Háþróuð suðutækni með gasi getur aukið gæði og sparað mikinn tíma og fé með því að draga úr áhrifum galla í suðu.
Dýrmæt reynsla
Við bjóðum mikið úrval búnaðar til skipasmíða. Sýnt er og sannað að hann eykur gæði og bætir framleiðni. Einnig höfum við yfir að ráða þeim rannsóknum og þekkingu sem nauðsynleg er til framleiðslu á há-styrktarstáli (high-strength steel), sem nú er notað í auknum mæli fyrir tankskip með tvöföldum byrðingi á hinum sístækkandi markaði með fljótandi jarðgas, svo dæmi sé tekið. Hverjar sem þarfir fyrirtækisins eru geta sérfræðingar okkar aðstoðað þig við að finna þá lausn sem hentar best kröfum fyrirtækisins um framleiðni, gæði og kostnað. Til viðbótar við mikið úrval af vörum, búnaði og dreifikerfum bjóðum við upp á fjölbreytta þjónustu. Þar má til dæmis nefna öryggisþjálfun til að tryggja að allt gas sem notað er sé meðhöndlað og komið fyrir á réttan hátt. Að auki má alltaf reiða sig á að við getum sent vörurnar hvert sem er um allan heim.
Eftirfarandi er meðal þess helsta sem við bjóðum á sviði skipasmíði:
Suða og skurður – allt sem þarf fyrir umfangsmikil verkefni í suðu og skurð:
Gastegundir – súrefni, köfnunarefni, loft og argon, auk hlífðargastegunda
Brennslugas fyrir logskurð
Lasergastegundir og hlífðargas fyrir laserskurð, hreinar gastegundir og gasblöndur fyrir plasmaskurð
Búnaðu - suðubrennarar og stillilokar, fylliefni og vírar fyrir suðu
Laser – mikið úrval lasergastegunda og búnaðar fyrir alhliða lasernotkun í iðnaði.
Húðun – asetýlen og própýlen fyrir heithúðun á vélarhlutu.
- Hitameðferð – sérþekking, gastegundir og búnaður fyrir framleiðendur íhluta í skip.