Stefna fyrirtækisins setur okkur ramma fyrir hin ýmsu tæki og ferla sem stýra daglegum athöfnum okkar og viðskiptaaðferðum almennt. Umfram allt eykur hún ábyrgðartilfinningu starfsmanna. Hver og einn starfsmaður Linde ber ábyrgð sem einstaklingur og sameiginlega á að uppfylla okkar eigin staðla og standa undir væntingum viðskiptavinanna.
Við teljum það enn fremur skyldu okkar að tryggja að starfsemi okkar hafi lágmarks eða engin skaðleg áhrif á heilbrigði manna og umhverfi. Heilsa og öryggi samstarfsfólks, viðskiptavina, samstarfsaðila og samfélagsins er í forgangi.
„HÖU stefnan er samofin allri hegðun okkar, öllum stundum“ ...
… bæði innan Linde
Einn af hornsteinum HÖU stefnunnar er starfið sem miðar að því að draga úr eða útrýma vinnutengdum sjúkdómum, meiðslum og slysum.
· Hafa öruggt og tryggt starfsumhverfi
· Skilji og fylgi viðeigandi kerfum, ferlum og hegðun
· Starfi innan fyrirtækis sem krefur yfirmenn um sýnilega forystu og verðlaunar æskilega hegðun.
… og utan
Við ætlumst einnig til þess að allir starfsmenn sem vinna fyrir samstarfsaðila og verktakafyrirtæki okkar komi fram og hagi sér með þeim hætti sem sýnir að þeir hafi heilsu, öryggi og umhverfisvernd í algjörum forgangi, öllum stundum.
Gæði
Við gerum rétt í fyrstu tilraun. Við bætum okkur sífellt. Gæði miða að því að tryggja að gallalausar vörur séu framleiddar og þjónustan sé það sömuleiðis. Einnig að ferlar séu án sóunar og viðskiptaferlar hvetji til betri og hraðari ákvörðunartöku.
Við munum þekkja, skilja og uppfylla þarfir viðskiptavinanna á hagkvæman og skilvirkan hátt. Einnig að rödd viðskiptavinarins heyrist og gögnum sé safnað um þarfir hans sem skilar okkur mælanlegum stöðlum svo hægt sé að uppfylla þarfirnar.
Mælingar á skilvirkni og árangri gæðaframmistöðu séu sýnilegar og keyri áfram stöðugar umbætur. Einnig að þarfir viðskiptavina okkar séu þekktar og komi fram í markmiðum okkar.
Ferlar og aðferðir séu til staðar sem safna saman endurgjöf viðskiptavinanna og skilvirkni viðskiptaferlanna og beri saman árangur þeirra til að meta getu og hæfni ferlanna.