Ávaxta- og grænmetisgeirinn er stór og fjölbreyttur og nær yfir allt frá ferskum, nýtíndum afurðum til tilbúinna salata og þurrkaðra ávaxta. Þessar matvörur eiga eitt sameiginlegt – þær eru viðkvæmar og við uppskeru, vinnslu, geymslu, framreiðslu, pökkun og dreifingu þarf að huga vel að hreinlæti og varfærnislegri meðhöndlun. Hitastýring er lykilþáttur í því að vel takist til.
Við búum yfir sérþekkingu og tæknibúnaði sem gerir þér kleift, á hverju stigi verðmætasköpunarinnar, að stjórna hitastigi, bæta vinnsluskilyrði, stjórna framleiðslugetunni, auka afköst og auka geymsluþolið á náttúrulegan hátt.
Vatnsmeðferð og stjórnun pH-gilda
Kæling/frysting við ofurkulda með gasi og þurrís
Loftskiptar umbúðir (MAP) til að auka geymsluþol.