Biogas (Metan) er í dag umhverfisvænasta eldsneyti sem hægt er að fá fyrir ökutæki. Þegar Biogas (metan) er nýtt sem eldsneyti á bifreiðar hefur það 97% hreinleika. Einn rúmmetri af hreinu metani jafngildir u.þ.b. einum lítra af bensíni. Einstaklingur sem ekur bifreið 15 þúsund kílómetra á ári minnkar koldíoxíðmengun vegna olíu um 3600 kg á ári með notkun metans.
Biogas (metan) er hluti af hringrás náttúrunnar og því er aukning koldíoxíðs í andrúmslofti engin, sem gerir það að hentugasta eldsneytinu, einnig vegna þess að biogas (metan) er framleitt á sama stað og þess er neytt. Biogas er laust við brennistein og önnur hættuleg efni sem gerir útblástur eins hreinan og lyktarlausan og mögulegt er. Vélum sem nota bensín eða díselolíu er hægt að breyta þannig að þær geta nýtt metan.
Bílar, rútur og vöruflutningabílar sem hannaðir eru til að nýta bæði metan og bensín hafa verið framleiddir í áraraðir og dreifingarnet metans stækkar hratt.
Biogas (metan) er framleitt á lífrænan hátt úr sorpi sem áður voru notað til jarðfyllingar. Þess vegna er það umhverfisvænasta eldsneytið fyrir vélar.
Kostir biogass:
- Endurnýtanlegur eldsneytisgjafi
- Öruggt framboð frá innlendri framleiðslu
- Umhverfisávinningur fyrir Ísland og heiminn