Til eru ýmsar leiðir til að auka skilvirkni bruna við glerbræðslu.Meðal þeirra má nefna:
- súrefnisauðgun
- súrefnisskurður
- súrefnishleðsla
- allt súrefniseldsneyti
Með notkun súrefnis í stað andrúmslofts í brennsluferlinu er köfnunarefni útilokað og hitastig logans hækkar.Súrefniseldsneytislausnir tryggja einnig aukinn styrk CO2 og H2O í grennd við logann.Þar sem slíkar gastegundir hafa það hlutverk helst að tryggja varmaútgeislun gera þær gaslogana öflugri.
Við bjóðum fjölbreytt úrval brunalausna sem grundvallast á súrefni.Þessar snjöllu og frumlegu tæknilausnir hafa fjölmarga kosti, m.a.:
- Minni útblástur/koldíoxíðfótspor
- Orkusparnað
- Aukna framleiðni
- Aukin gæði glersins
- Bættan hitaflutning
Brennaratækni
Þegar brennarar eru notaðir á réttan hátt má stýra varmanotkun mun betur, bæta hringrás glersins og styrkja lotubræðslu.Við bjóðum mikið úrval sérhannaðra brennara sem hæfa hverjum búnaði fyrir sig.
Súrefnisþjónusta:Súrefnisþjónusta AGA er þróuð til að halda ofnunum gangandi, nánast óslitið.Þetta er hraðvirk og skilvirk afhendingarþjónusta sem stuðlar að lengri líftíma ofnanna.Um leið er framleiðendum gert kleift að halda framleiðslu gangandi á meðan viðgerðir standa yfir á rafölum eða lofthiturum, þar sem ekki þarf lengur að nota neinn búnað til að endurheimta varma.