Notkunarmöguleikar argons byggja í flestum tilvikum á óhvarfgirni þess gegn oxandi áhrifum andrúmslofts. Argon hefur einnig lágt suðumark og leiðir hita illa.
Argon er víða notað sem þekju- eða hlífðargastegund í málmvinnslu, rafsuðu og skurði. Einnig er það notað í gló- og flúorperur.
- Hitameðferð – sem verndandi hjúpur um hvarfgjörnustu málmana, þar sem köfnunarefni gæti hvarfast eða þurft að útiloka.
- Óhvarfgirni og skolun – fyrir geymsluílát eða rör í efna- eða lyfjaframleiðslu.
- Málmhreinsun – fyrir gashreinsun og styrkingu til að ná nákvæmri samsetningu skv. lýsingu.
- Hálfleiðara notkun – sem verndandi hjúpur fyrir kísilvinnslu í kísilflöguframleiðslu.
Argon hefur mun eðilsþyngra en andrúmsloft, sem gerir það mjög góða hlífðargastegund fyrir:
- Suðu – hreint eða sem blanda til að hlífa bráðnum málmi frá óhreinkun úr andrúmslofti.
- Skurð – hreint við mjög hátt hitastig í plasma skurð járn og járnlausra málmblanda.
Argon leiðir hita mjög illa miðað við flestar gastegundir. Þess vegna er það mjög gott til einangrunar, t.d. í tvöföldu gleri.