Iðnaðargastegundir eru nýttar í ýmsum framleiðsluferlum og er þörfin mismunandi eftir hverjum og einum viðskiptavini.
Þrýstingur, magn og flæði eru mikilvægir þættir sem taka þarf tillit til þegar verið er að ákveða hentugustu afhendingarleið gassins.
Gastegundirnar er hægt að afhenda í hylkjum, ýmist á háþrýstum í loftkenndu formi eða lágþrýstum sem vökvi. Þessar vörur hafa takmarkað magn af gasi en eru meðfærilegar og er auðvelt að færa til eftir þörfum.
Margar gastegundir sem eru fljótandi við lágt hitastig er hægt að afhenda á smátönkum eða í stórum tönkum sem innihalda þúsundir lítra af fljótandi gasi.
Hægt er að fá staðlaðar framleiðslueiningar sem eru byggðar á starfsstöð viðskiptavinarins. Þær eru hannaðar til að lágmarka kostnað. Einingarnar eru til fyrir framleiðslu köfnunarefnis, súrefnis og vetnis.
Fyrir viðskiptavini sem þurfa enn meira magn iðnaðargastegunda bjóðum við sérsniðnar lausnir. Mikið úrval er í boði fyrir bæði gastegundir unnar úr andrúmslofti, sem og kemískar gastegundir.