Oxun er efnahvarf þar sem súrefni í andrúmsloftinu umhverfis mat og drykk ræðst á vöruna. Þetta getur átt sér stað bæði við eða undir stofuhita (þ.e. við hefðbundna geymslu drykkja, olíu, ávaxta og grænmetis eða fullunninnar matvöru). Þetta getur einnig gerst við hækkaðan hita, til dæmis í vinnslu eða við djúpsteikingu.
Hvernig getur AGA aðstoðað?
Við afgreiðum köfnunarefni fyrir matvæli og aðrar óhvarfgjarnar gastegundir sem koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif oxunar. Til dæmis er köfnunarefni notað til að halda lágu súrefnisstigi í og í kringum vöruna. Óhvarfgjarnt andrúmsloft viðheldur stöðugleika vörunnar og eykur geymsluþol hennar.
Hreinsun er ein af þremur algengustu aðferðum við að gera efni óhvarfgjarnt og auka þannig gæði vörunnar og langlífi hennar
Við hreinsun er gastegund eins og köfnunarefni, koldíoxíði eða argoni bætt við eða dælt í gegnum mat eða drykk. Þetta ryður burt gastegundum sem finnast í andrúmslofti en í staðinn kemur óhvarfgjarnt andrúmsloft. Óákjósanleg efni eru fjarlægð, sem hamlar og dregur úr óæskilegum efnahvörfum við súrefni. Þannig er gæðum matvælanna viðhaldið.