Rannsóknir, prófanir og mælingar á rannsóknarstofum eru nauðsynlegar í ýmsum geirum - allt frá bílaiðnaði til líftækni og umhverfisverndar. Allt sem við neytum, hvort sem um ræðir mat eða drykk hefur verið greint og prófað einhverntímann á framleiðslutímanum. Óháð því hvað rannsóknarstofur rannsaka, eiga þær allar sameiginlegt að þurfa að vera nákvæmar í mælingum. Til þess að nákvæmni sé innan marka eru oft nýttar háhreinar gastegundir og viðmiðunargös.
Sama hvort um er að ræða þína eigin rannsóknarstofu, verktaka eða aðrar rannsóknarstofur er að öllum líkindum þrýst á að nýttar séu nýjustu aðferðir við greiningu sem og að kostnaði sé haldið í lágmarki. Áskorunin liggur í að hámarka nýtingu dýrra tækja ásamt því að ná ávallt nákvæmum og réttum niðurstöðum. Með öðrum orðum, að gera það rétt, strax í fyrstu tilraun.
Hámörkun árangurs
Sem leiðandi birgi á markaðnum, getum við aðstoðað þig við að ná þínum markmiðum með því að afhenda þá vöru sem vantar, þegar hana vantar og á þann stað sem hana vantar.
Við gerum þetta með því að bjóða háhreinar gastegundir og sérblöndur úr HiQ® vöruflokknum ásamt dreifikerfum og ráðgjöf. Allar okkar gastegundir eru vottaðar í samræmi við ströngustu gæðakröfur um hreinleika og gæði.
Óháð starfsgrein, getur þú ávallt treyst á okkur til að fá lausnir sem henta þínum þörfum, vegna þess að nákvæmni skiptir öllu máli.