Það sem skilur að lóðun og brösun er mismunandi vinnsluhitastig aðferðanna.
Við mjúklóðun er vinnsluhitastigið undir 450°C.Lóðun er hentug við suðu á kopar og koparblöndum, sinki, stáli, áli og álblöndum. Tin er oftast notað sem lóðning.
Við harðlóðun (brösun)er vinnsluhitastigið yfir 450 °C en ekki hærra en u.þ.b. 1000 °C.Logi er oft notaður sem hitagjafi.Brösun hentar vel við samsetningu á flestum málmum.Harðlóðuner til dæmis notuð við samsetningu á koparrörum við framleiðslu baðinnréttinga og til að festa hluti úr hörðum málmi við sagarblöð og borkrónur.
Í bæði harð- og mjúklóðun er lóðningin látin leggjast á milli flatana sem á að festa saman með hárpípukrafti.Þess vegna verður bilið milli flatanna að vera jafnt.
Þar sem hægt er að gera mjúk- og harðlóðunsjálfvirka eru þessar aðferðir oft notaðar við fjöldaframleiðslu.
Ekki er notað jafnhátt hitastig við lóðun og við suðu og því kemur síður til vandamála vegna aflögunar.Lóðun skilar gæðasamskeytum með afar fallegu yfirborði.
Oft er notaður gaslogi við lóðun og þá eru asetýlen eða própan algengustu gastegundirnar.
Forðist hættu með því að fylgja öryggisleiðbeiningum fyrir heitar vinnuaðgerðir.