Slöngur
Notið aðeins slöngur eða barka sem uppfylla Evrópustaðla. Notið aðeins hágæða slöngur eins og þær sem AGA býður upp á. Lakari slöngur harðna og geta myndast sprungur og þær leka eða það getur jafnvel kviknað í þeim að innan ef súrefni fer um þær. Notið aldrei vatnsslöngur.
Tryggið að slöngur séu af réttri lengd og ekki lengri en nauðsyn krefur. Þær þurfa þó að vera nógu langar til að hylkin geti verið staðsett fjarri fljúgandi neistum og heitum málmi. Vefjið ekki umfram slöngu utan um hylkið, þrýstijafnarann eða á gólfið nálægt hylkinu. Það er mjög erfitt að slökkva eld í vafinni slöngu. Umfram slöngu er best að geyma fyrir aftan suðumanninn svo neistar berist ekki í hana. Slöngur á ekki að leggja undir skurðar- eða suðusvæðið.
Rétt tengi
Léleg tengi á slöngu valda oft slysum. Slöngur frá AGA eru búnar tengjum föstum nipplum og róm sem ganga upp á hefðbundin úttök þrýstijafnar og handtök á brennurum. Við bjóðum einnig upp á hefðbundnar slöngur með slönguklemmum.
Notið aldrei gamlar eða notaðar klemmur á slöngutengi. Undinn vír getur valdið miklum skaða ef slangan losnar eða hreyfist. Skoðið tengi reglulega. Munið að hreinsa slöngur áður en kveikt er á skurðar- eða suðutækjum.
Athugið þrýstijafnara og bakslagsloka
Þegar búnaður sem notar súrefnisblöndu er notaður, er hætta á bakslagi þegar rangur þrýstingur er notaður eða ekki er farið eftir verklagsreglum. Stíflur, bilaður búnaður og lekur búnaður getur einnig valdið bakslagi. Ein aðal ástæða bakslags er þegar háþrýstu gasi er hleypt á lágþrýstara gas.
Notkun einstefnuloka kemur í veg fyrir að súrefni og brennslugas blandist í slöngunni og í því kvikni. Bakslagseldur getur valdið slysum og skemmdum.
Bakslagsloki stöðvar bakslagseld í að komast inn í hylkið eða gasdreifikerfið. Hann inniheldur ventil sem lokar fyrir gasstreymið. Bakslagslokar auka öryggi, sérstaklega á stöðum þar sem eldur af völdum bakslags reynist einstaklega hættulegur t.d. á spítölum, bílskúrum og á vinnustöðum þar sem eldfim eða hættuleg efni eru geymd. Allur búnaður sem notaður er fyrir súrefni verður að vera samþykktur fyrir slík not. Bakslagsloka ætti að setja á allar slöngur fyrir brennslugas og einnig á súrefnisslöngur þegar súrefni er notað með brennslugasi.
Notið réttan fatnað og persónuhlífar
Notið öryggisgleraugu með tvöfaldri linsu (sem er CE merkt), þegar soðið eða skorið. Innri linsan skal vera lituð en sú ytri glær. Skipta skal um ytri linsuna reglulega þegar hrím safnast upp. Það er einnig ráðlegt að nota augnhlífar (gleraugu eða öryggisgleraugu með CE merkingu) þegar háþrýstar gastegundir eru meðhöndlaðar til að vernda augun gegn rykögnum eða þrýstingi frá gasinu. Klæðist ekki fatnaði úr eldfimum efnum. Leðurhanska skal nota þegar nauðsyn krefur og á sumum vinnusvæðum getur verið þörf á frekari persónuhlífum.