Við vinnum með viðskiptavinum okkar í efnaiðnaði að því að þróa gaslausnir sem auka framleiðni og arðsemi. Einnig einbeitum við okkur að ferlum sem auka öryggi og gæði. Þar að auki geta gaslausnir minnkað breytilegan- og fjárfestingakostnað og aukið sjálfvirkni. Nýjasta tækni á sviði gaslausna hjálpar við að vernda umhverfið og getur komið í staðinn fyrir sterkar og hættulegar sýrur og önnur skaðleg efni.
Gastegundir okkar eru nýttar á margskonar hátt. Til dæmis eru óvirkar gastegundir nýttar til að slökkva elda. Agnir úr koldíoxíð í föstu formi, betur þekktar sem þurrís eru vistvænn kostur til þrifa á ýmsum vélum, búnaði eða bygginga. Í sviði kælingar og frystingar er áherslan að færast til kælimiðla sem eru vistvænir. Við erum því í fararbroddi vistvænna kælimiðla.
Við bjóðum nýjustu lausnir á sviði:
Óvirkra- og hlífðargastegunda
Brennslu með hreinu súrefni eða súrefnisauðguðu andrúmslofti
Hraðkælingu hvarfgjarnra lífrænna efna við endurvinnslu
Bæta stýringu og afköst vatnshreinsunar
Stýring pH gildis með nýtingu vistvæns koldíoxíðs
Freyðing, frágangur eða verndun í plast- eða gúmmíframleiðslu
Hreinsun framleiðslubúnaðar og bygginga með þurrís
Kæling
Flokkun úrgangs ásamt vinnsla endurvinnanlegra brota
Slípun með fljótandi gastegundum
Djúpfrysting
Eldvarnir með óvirkum gastegundum
Kælimiðlar
Við bjóðum uppá gastegundir á hylkjum eða fljótandi, framleitt hjá okkur eða innflutt. Einnig bjóðum við sérpantaðar gastegundir.
Einnig bjóðum við:
Þekkingu og tækni í ferlum sem nýta gastegundir
Gastegundir, blöndur og búnað til prófana
Úttektir á gaskerfum og viðhald á þeim