MIG (metal inert gas) og MAG (metal active gas) eru algengustu suðuaðferðirnar í Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Japan.Vinsældir þeirra byggjast á mikilli framleiðni og hversu auðvelt er að nota þær í sjálfvirkum vélasamstæðum.
Við MIG-/MAG-suðu er notast við fylliefni, sem er ýmist gegnheill vír eða rörþráður sem mataður er í gegnum suðubyssu.Vírinn bráðnar jafnt og þétt í ljósboga.Orkan í ljósboganum myndast fyrir tilstilli aflgjafa.Hlífðargas sem flæðir út um gaspíss suðubyssunnar ver ljósbogann og suðubráðina.
Hlífðargastegundir sem notaðar eru við suðu eru annað hvort hlutlausar(MIG) eða virkar (MAG).Hlutlaust merkir í þessu tilviki að gastegundin hvarfast ekki við bráðina eða bráðnandi vírinn.Hlutlausar gastegundir eru meðal annars argon og helíum.Virkar gastegundir bjóða upp á fleiri möguleika til að bæta vinnsluferlið og auka gæði suðunnar.Mörg efni, svo sem smíðastál, þarfnast virkra gastegunda til að tryggja stöðugleika ljósbogans.Argon/koldíoxíð og argon/súrefni eru dæmi um virkar gasblöndur.MISON® hlífðargastegundir eru gasblöndur sem m.a. bæta vinnuuhverfið og henta fyrir öll suðuverkefni.
Með því að nota óhefðbundnar færibreytur við suðu er hægt að nota MAG-suðu á enn fleiri sviðum og auka framleiðnina til muna.Þetta er hugmyndin á bak við RAPID PROCESSING®, sem þróað var af AGA til að auka verulega framleiðni við MAG-suðu.
Við MIG-/MAG-suðu, sem og við aðrar suðuafðerðir, myndast reykur og gastegundir sem eru skaðlegar suðumanninum.Þess vegna skal ávallt gera viðeigandi öryggisráðstafanir.
Til að vernda suðumanninn fyrir þessum reyk verður að tryggja góða loftræstingu á suðusvæðinu.Aukið öryggi fæst með því að nota MISON® hlífðargastegundir.Þær minnka ósonmyndun til muna, en óson myndast að jafnaði í reyk og gasi við mikinn hita.
Helsti tilgangur hlífðargastegunda í ljósbogasuðu erað verja bráðið efni og heitan málminn fyrir skaðlegum áhrifum andrúmsloftsins, sem og að skapa rétt umhverfi fyrir ljósbogann.
Við gefum einnig út öryggisleiðbeiningar um vinnu við mikinn hita og um hlífðargastegundir fyrir ljósbogasuðu.