Til að fiskur þroskist eðlilega og sé við góða heilsu er nauðsynlegt að hann hafi aðgang að nægjanleguog stöðugu súrefni.Það magn súrefnis sem nauðsynlegt er fyrir besta hugsanlega vöxt og þroska fer eftir fisktegundum, stærð fisksins, þéttleika torfunnar við fóðrun, virkni fisksins og hitastigi vatnsins.
Þegar flæði súrefnis minnkar eða stöðvast verður fljótlega vart við heilsufarsvandamál hjá fiskunum og þegar verst lætur taka þeir að drepast úr súrefnisskorti.
Því þarf að hafa stöðugt vakandi auga með velferð fisksins við fiskeldi.Mikilvægt er að viðhalda réttu súrefnisstigi til að efla ónæmiskerfi fisksins og stuðla að stöðugleika í framleiðslu og öðrum hagrænum ávinningi fyrir eldisbóndann.