Allir sem flytja gashylki í farartæki ættu að fylgja grunnöryggisreglum.
Ökumenn eiga að vera þjálfaðir í:
- Hættunni sem fylgir því að flytja og meðhöndla hættulegan varninginn.
- Hvernig skal meðhöndla hylki.
- Viðbrögðum við hættuástandi og notkun slökkvitækja.
- Alla þjálfun skal skrá og halda utan um bæði af starfsmanni og vinnuveitanda.
Þjálfunina ætti að rifja upp og bæta við reglulega svo starfsmaðurinn þekki þau lög og reglugerðir sem við eiga á hverjum tíma. Skrá skal þjálfun nýs starfsmanns.
Ökutæki sem notað er til að flytja gashylki á að vera opið. Ef ekki er hægt að uppfylla þetta skilyrði ætti ökutækið að vera vel loftræst. (Sjá nánar í EIGA bæklingi) Eitraðar gastegundir má alls ekki flytja í lokuðu rými nema það sé sérstaklega hannað til þess.
- Tveggja kílóa slökkvitæki skal hafa í hverju ökutæki sem flytur gashylki til þess að verjast vélareldi og ef kviknar í farþegarými.
- Lokar hylkja skulu vera lokaðir í flutningi og eiga ekki að standa út fyrir hliðar eða afturhluta bílsins.
- Merkimiðar eru á öllum hylkjum frá Linde. Merkimiði hylkis er framleiddur í samræmi við gildandi lög og hann má aldrei fjarlægja eða skemma.
Ef grunur leikur á um að leki eigi sér stað, leggið þá ökutækinu á öruggan stað og hringið í neyðarlínuna eða Linde.
Til viðbótar við þessar almennu kröfur, getur verið þörf á sérstökum viðbúnaði sé farmurinn í miklu magni. Það er á ábyrgð hvers bílstjóra að vita hvort magn farms sé yfir viðmiðunarmörkum.
Tilfæring hylkjanna innan vinnusvæðisins ætti að framkvæma með sömu varkárni og í flutningi. Tryggja þarf að hylkin geti ekki oltið við flutning og ef þau eru flutt í sendiferðabíl þarf að ganga úr skugga um að gas geti ekki safnast saman og borist bílstjóranum.