Við bjóðum hagkvæmar tæknilausnir fyrir efnaiðnað, jarðolíu- og gasvinnslu, hreinsunarstöðvar, vinnslu pappamassa og pappírs, málmvinnslu, matvælaiðnað og annars konar iðnað sem notar gas við framleiðslu.
Þegar þú hefur þörf fyrir góða kunnáttu og setja þarf upp gaslögn fyrir framleiðsluna bjóðum við upp á heildarlausn sem nær yfir allt frá þarfagreiningu yfir í ferlishönnun, smíði, ræsingu og loks afhendingu.
Við bjóðum einnig upp á eftirfarandi þjónustu:
- Hagkvæmniathuganir
- Almennar verkfræðirannsóknir
- Verkefnaráðgjöf
- Innkaup
- Smíði
- Uppsetningu
- Þjálfun starfsmanna
- Ræsingu
- Þjálfun notenda
- Fjarstýringu
Við höfum reynslu af nýjustu tækni á sviði fjarstýringar, sem ætlað er að tryggja hagkvæman rekstur, öryggi og stöðuga notkun.
Í gegnum tíðina höfum við sett upp margar gaslagnir. Í dag erum við álitin vera í fremstu röð á sviði verkfræði, þróunar, smíði og rekstrar fullbúinna iðjuvera.