Í september árið 2012 opnaði AGA nýja rannsóknarstöð á sviði fiskeldis, Nýsköpunarmiðstöð fyrir fiskeldi og vatnsmeðferð, í Ålesund í Noregi. Fyrir tilstilli einstakra tæknilausna, nýsköpunar, vöruþróunar og þekkingar er AGA lykilbirgir á hinum sístækkandi fiskeldismarkaði, bæði heima sem um heim allan. AGA er einnig eina gasfyrirtækið sem leggur áherslu á þetta sérfræðisvið og þar af leiðandi er AGA í fararbroddi í tækniþróun í þessum geira.
Þannig hyggst AGA rannsaka og þróa nýjar lausnir og nýjan tæknibúnað í þessari nýju miðstöð til að búa í haginn fyrir sjálfbært fiskeldi um ókomna tíð. Að stýra styrkleika súrefnis í vatninu er lykilatriði fyrir heilbrigði og velferð eldisfisks á borð við lax. Rétt súrefnismettun vatnsins er því grundvallaratriði í nútíma fiskeldi. Með SOLVOX® vörulínunni hafa AGA og Linde fundið réttu lausnirnar til að mæta þessum þörfum.