Óvíða í heiminum eru gæðakröfurnar strangari en á sviði gastegunda og íðefna fyrir rafeindaiðnaðinn. Rafeindaiðnaðarsvið Linde vinnur ötullega að því að þróa nýjar og snjallar leiðir til að styðja við verkferli með því að bjóða gastegundir og íðefni á sem allra öruggastan og hagkvæmastan hátt, bæði fyrir þig og fyrir umhverfið.
Markmið okkar er að tryggja ánægju og traust viðskiptavina okkar til langframa með því að bjóða ævinlega vörur og þjónustu sem mæta eða fara fram úr væntingum þeirra um gæði. Hvar sem fæti er drepið niður í rafeindaiðnaðinum – frá rannsókna- og þróunarstofum til risavaxinna verksmiðja – eigum við lausnirnar við öllum þeim flóknu vandamálum sem leysa þarf, hvar sem er í heiminum.
Við rekum alþjóðlega vöru-, kerfis- og viðhaldsþjónustu fyrir rafeindaiðnaðinn sem felur m.a. í sér:
Við leggjum okkar af mörkum
Með stefnu okkar um ábyrgan rekstur fyrirtækja að vopni þróum við og kynnum tæknibúnað, vörur og þjónustu með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við áttum til dæmis frumkvæði að notkun sameindaflúors (F2) í stað flúoreraðra gastegunda á borð við köfnunarefnistríflúoríð (NF3) og brennisteinshexaflúoríð (SF6), sem valda verulegum gróðurhúsaáhrifum. Notkun flúors getur komið í veg fyrir að óæskilegar gróðurhúsalofttegundir berist út í andrúmsloftið við hólfahreinsun samfara framleiðslu hálfleiðara, TFT-LCD flatskjáa og þunnfilmusólarsella.