Fiskeldi er einstaklega viðkvæm starfsemi og má ekki við óvæntum töfum á gasflæði. Framleiðslan verður sífellt viðameiri og það hefur í för með sér aukna áhættu. Því verða öryggismál að vera forgangsmál.
Ef bilanir eða tafir koma upp í kerjum verður viðbragðstíminn að vera sem allra stystur.
Öryggisbirgðaskápur fyrir eldisker – helstu kostirnir við öryggisbirgðaskáp eru:
Hann er tengdur við eftirlitskerfi búnaðarins, sem sendir út viðvörun um leið og vart verður við há- eða lágþrýsting í keri
Hraðvirk tenging við varabirgðir
Góð stýringargeta
Skápurinn er sítengdur við gaslagnakerfið með 22 mm súrefnisröri.Kanna má þrýstinginn í kerfinu með þrýstingsmælinum. Hægt er að tengja slöngu með þjöppuðu súrefni við kerfið með hraði, þar sem allir íhlutir eru í skápnum og tilbúnir til notkunar. Skápurinn er hannaður til geymslu utan dyra.