SOLVOX® CV er einkaleyfisskráð vara sem er sett upp á vatnsslönguna sem tengist súrefniskeilunni frá AGA, SOLVOX® C. Í SOLVOX® CV eru sérhannaðir spíssar sem eru tengdir við slöngu úr blæðilokanum efst ákeilunni.Þessir spíssar mynda lofttóm sem sogar óuppleyst súrefni úr efsta hluta keilunnar og blandar því saman við vatnsstrauminn.Þannig er bæði „nýju“ og endurunnu súrefni bætt út í vatnsstrauminn gegnum spíssana í SOLVOX® CV-búnaðinum.
SOLVOX® CV – sett upp beint á vatnsrörið
Það er fljótlegt og einfalt að setja upp SOLVOX® CV og það krefst hvorki langrar framleiðslutafar né viðamikillar endurnýjunar á búnaði.Þegar SOLVOX® CV er sett upp eykst afkastageta SOLVOX® C (keilunnar) um allt að 50%.
Viðbótarupplausnin sem SOLVOX® CV gerir mögulega eykur súrefnismettunargetu hverrar keilu miðað við venjulegt vatnsmagn.Keilur með SOLVOX® CV geta náð fram 25% aukningu á venjulegu vatnsmagni.Súrefnismettunin eykst þá í réttu hlutfalli við það.
SOLVOX® CV – aukinn áreiðanleiki og meiri sveigjanleiki í framleiðslu
Með því að auka súrefnismettunina færðu mun meiri sveigjanleika og betri stjórn á framleiðslunni.Þannig verður reksturinn sveigjanlegri og framleiðslan stöðugri og um leið er auðveldara að gera rekstraráætlanir og aðlaga þær jafnóðum að sveiflum í eftirspurn á markaði.