Lasergastegundir eru notaðar í lasertæki til að framkalla laserljós. Gasblandan fyrir koldíoxíðlasertæki inniheldur helíum, köfnunarefni og koldíoxíð. Önnur íblendiefni eru notuð fyrir ákveðnar gerðir lasertækja, t.d. súrefni, vetni, xenon og kolsýrlingur. Gasblöndur fyrir excimer-lasertæki samanstanda oft af halógenum, eðalgastegundum (kryptoni, xenoni eða argoni) og stofngasi (helíum eða neoni).
Nútímalegt lasertæki með koldíoxíð þarf lasergastegundir með mikinn hreinleika. Of mikið magn óhreininda getur haft áhrif á styrk lasergeislans. Það getur líka haft áhrif á endingartíma linsunnar. Í þessu tilliti eru vatnsgufa og kolvetni skaðlegustu óhreinindin
Lasergastegundir fyrir koldíoxíðlasertæki eru afhent í aðskildum gashylkjum, og er blandað saman með blandara, eða sem forblandaðar gastegundir. Allar gastegundir eru innifaldar í LASERLINE-kerfinu. Forblandaðar lasergastegundir fyrir mismunandi gerðir lasertækja eru hluti af Lasermix-kerfinu.
Geislavernd
Ef óhreinindi eru til staðar í farvegi lasergeislans, svo sem agnir, argon, súrefni, vatnsgufa og vetniskolefni, hefur það neikvæð áhrif á lasergeislann. Þetta hefur áhrif á gæði geislans og styttir endingartíma linsunnar. Til að koma í veg fyrir þetta er notað sérstakt geislaverndargas fyrir tilteknar gerðir kraftmikilla CO2 lasertækja. Yfirleitt er Nitrogen 4.6 eða Laser Nitrogen 5.0 notað við laserskurð þegar vernda á farveg geisla. Dæmigerður flæðihraði er 1-3 m³/klst.