Framleiðendur matvæla eru sífellt að leita leiða til að auka geymsluþol afurða sinna. Þetta vilja þeir helst gera án þess að breyta efnislegum eiginleikum eða innihaldsefnum matvælanna eða bæta við þau aukefnum. Loftskiptar umbúðir (MAP) eru fullkomin lausn. Það er náttúruleg aðferð sem nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan. Aðferðina má líka nota samhliða öðrum rotvarnaraðferðum.
Við höfum þróað fjölda sértækra umbúðalausna fyrir MAPAX®-línuna okkar. MAPAX samþættir víðtæka þekkingu okkar á sviði matvælaframleiðslu, gasblanda og umbúða sem eykur geymsluþolið – með náttúrulegum hætti.
Með MAPAX getur þú:
- Aukið söluna með því að uppfylla vaxandi kröfur um ferskar og náttúrulega rotvarðar afurðir
- Aukið geymsluþol án aukefna eða frystingar
- Aukið geymsluþol innan dreifingarkeðjunnar um nokkra daga eða jafnvel vikur
- Varðveitt bragð, áferð og útlit
- Aukið skilvirkni í framleiðslu og dreifingu með því að lækka kostnað
Árangur næst með samvinnu
Við eigum náið samstarf við rannsóknarstofnanir í matvælafræði í fjölda landa, t.d. SIK (Svíþjóð), VTT (Finnlandi) og Campden (Bretlandi) og erum í viðskiptum við fjölda matvælaframleiðenda um heim allan. Til að skapa rétt loftskipti erum við einnig í samstarfi við birgja á sviði umbúðaefna og pökkunarvéla. Margir þættir hafa áhrif á loftskipti umbúða: hráefnið og eiginleikar þess, virkni örvera, kröfur um hreinlæti, forpakkning og hitastig. Gegndræpi umbúðaefnisins og aðrir eiginleikar þess, rúmtak gass í umbúðum og styrkur súrefnis hafa einnig mikla þýðingu.
Þegar um er að ræða afurðir með lítið fitumagn en hátt rakastig hindrar loftskipting til dæmis vöxt örvera. Þegar afurðin inniheldur mikla fitu og litla vatnsvirkni er mikilvægasta verkefnið að verja hana gegn oxun.
Tæknin
MAPAX-gasblöndur eru yfirleitt samsettar úr venjulegum umhverfislofttegundum, svo sem koldíoxíði (CO2), köfnunarefni (N2) og súrefni (O2). Einnig má hindra vöxt örvera með aðstoð annarra lofttegunda, svo sem nituroxíðs (N2O), argons (Ar) og vetnis (H2). Þessar lofttegundir má nota hverja fyrir sig eða samsettar, í nákvæmlega tilgreindu hlutfalli.
Koldíoxíð, til dæmis, virkar best til að hindra vöxt örvera (svo sem myglu- og annarra algengra, loftháðra gerla). Það gerist þegar koldíoxíðið leysist upp í matvælunum í vökva- og fitufasa þeirra og lækkar pH-gildið. Það smýgur einnig inn í lífræna vefi og orsakar breytingar á gegndræpi þeirra og virkni. Köfnunarefni er óhvarfgjarnt gas og er einkum notað til að hindra oxun, með því að reka burt súrefni í umbúðum fyrir köfnunarefni. Sökum þess hve köfnunarefni hefur litla vatnsleysni kemur það einnig í veg fyrir að umbúðir falli saman, með því að viðhalda innra rúmtaki þeirra.
Í flestum matvælaumbúðum ætti að halda súrefnismagni í lágmarki en það á þó ekki við um kjötvöru. Þá viðheldur súrefni vöðvarauða á oxuðu formi og gefur kjötinu rauðan lit. Súrefnið gerir ávöxtum og grænmeti einnig kleift að anda.
Sérsniðnar lausnir
Við bjóðum einnig úrval MAPAX-lausna sem eru sérsniðnar til að mæta kröfum þessara iðngreina :
- Mjólkurvörur
- Þurrvörur og brauðvörur
- Fiskur og annað sjávarfang
- Ávextir og grænmeti
- Kjöt
- Tilbúin matvæli og framreiðslumatvæli
Smellið til að stækka myndina