Um heim allan er vaxandi eftirspurn eftir ferskum og bragðgóðum tilbúnum matvælum með heimilisblæ. Tíminn er peningar og því gera neytendur sífellt meiri kröfur. Þeir vilja tilbúnar máltíðir, foreldaða kjötvöru, pítsur og samlokur sem eru bæði girnilegar og bragðgóðar.
Við veitingaframreiðslu eru síðustu mínúturnar fyrir framreiðsluna oft dýrar, óskilvirkar og fullar af streitu. Getan til að samhæfa og forgangsraða verkum getur aukið hagkvæmni og framleiðni, hert eftirlit með innkaupum og geymslu og aukið geymsluþol framreiðslumatvæla.
AGA hefur svarið á reiðum höndum
Við hjá AGA höfum yfir að ráða tækni og sérfræðikunnáttu til að gera ferli skilvirkari og verja forelduð matvæli með náttúrulegum hætti á leið þeirra frá framleiðslustöð á diskinn.
Hvort sem þú vilt bæta kæli- eða frystitæknina eða auka gæði vörunnar með réttri umbúðanotkun getur AGA orðið að liði.
Sérfræðingar okkar, jafnt á vettvangi sem í bækistöðvum okkar, skilja til hlítar að hvert innihaldsefni tilbúinnar máltíðar hefur sérstaka eiginleika og mismunandi geymsluþol. Við ráðleggjum þér um þá gasblöndu sem hentar þér best fyrir pökkun í loftskiptar umbúðir (MAP) til að hindra skemmdir á matvælum og tryggja heildargæði afurðarinnar.
Þú getur líka treyst því að sérfræðingar okkar sjá þér fyrir bestu lausnunum varðandi kælingu við ofurkulda Þessi hraðfrystingartækni getur hjálpað þér að viðhalda gæðum og dregur úr hættu á mengun við meðhöndlun viðkvæmra matvæla, s.s. á tilbúnum máltíðum, pítsum, hjúpuðum matvælum, m.a. deighjúpuðum og steiktum matvælum og sósum.
Um leið og þú hefur lokið við að útbúa skyndiréttina getum við aðstoðað þig við að koma þeim á borð neytandans með öruggum hætti. Gastegundir við ofurkulda, svo sem fljótandi köfnunarefni eða koldíoxíð, eru frábærar til að viðhalda gæðum með hárnákvæmri hitastigsstýringu kældra og frosinna matvæla við flutninga.