Við logskurð, plasmaskurð og laserskurð er varmaorka notuð til að hita efni upp að glóhitastigi, bræðsluhitastigi eða uppgufunarhitastigi.
Logskurður og laserskurður með súrefni notast við varmaorku efnahvarfsins við súrefnið.Loginn og lasergeislinn hita efnið aðeins þar til glóhitastigi er náð.Súrefnisflæðið brennir efnið og bægir burt gjalli og suðulús.
Skurðarhraðinn fer eftir hreinleika súrefnisins og lögun skurðargasbogans.Háhreint súrefni, góð hönnun á skurðarspíss og hæfilegt gasflæði gefa bestu afköstin.
Við plasmaskurð og laserskurður með köfnunarefni er efnið hitað upp að bræðsluhitastigi (marki)og skurðargasið blæs burt gjallinu.Besta niðurstaðan fæst með því að velja skurðargas sem hæfir aðstæðum hverju sinni.
Lasera er einnig hægt að nota til að skera efni eins og tré og plast.Uppgufun málmefna er til dæmis notuð við laserborun eða þegar fyrsta gatið er gert í vinnslustykki.Gastegundir hindra að það kvikni í eldfimum efnum og bægja burt gjalli við borun og götun.