Vöruúrval
Linde býður mikið úrval áfylltra, loftkenndra íðefni fyrir mörg helstu viðskiptasvæði okkar. Á meðal þeirra eru ammóníak, koldíoxíð, etýlen, etýlenoxíð, vetnisklóríð, brennisteinsdíoxíð, brennisteinshexaflúoríð og fjölmargar aðrar tegundir.
Iðngreinar sem við þjónustum
Við útvegum áfyllt loftkennd íðefni fyrir viðskiptavini í bæði opinberum rekstri og einkageiranum, þar á meðal á sviði vatnsmeðferðar, framleiðslu íðefna, efnavísinda, framleiðslu á frauðvörum, íðefna, drifefna fyrir úðabrúsa, brunavarnarefna, orkuveitna og lyfjaframleiðslu.
Linde-lausnir
Linde rekur fjölda framleiðslustöðva og áfyllingarstöðva íðefna um heim allan með mjög góða aðstöðu til geymslu efna í magnumbúðum, áfyllingar á minni umbúðir og blöndunar efna. Þegar við bætist vel skipulagt net samstarfsaðila á sviði framleiðslu hráefna getum við útvegað þær gastegundir sem þú þarfnast, hvenær sem þú þarft að nota þær. Linde býður fjölbreytt úrval umbúða, allt frá ISO-tönkum og staðbundnum tönkum til kúta og hylkja.
Gæði, öryggi og reglugerðir
Linde starfar samkvæmt strangri stefnu um eftirlit með vörum og ábyrgri eftirfylgni með kröfum um heilbrigði, öryggi og umhverfisvernd. Það tryggir að allir viðskiptavinir okkar hafa tiltækan þann öryggisbúnað sem þörf er á fyrir örugga notkun eitraðra, eldfimra og hættulegra íðefna.