SOLVOX® OxyStream er lágþrýstibúnaður til súrefnismettunar fyrir ker með saltvatni og ferskvatni.Kerfið er einkaleyfisskráð heildarlausn sem bæði súrefnismettar vatnið og myndar rennsli í kerinu.Búnaðurinn er með innbyggðum vatnsflæðimæli sem veitir yfirsýn yfir vatnsnotkunina í hverju keri.
Súrefnismettunin sem á sér stað í kerinu lækkar samtímis styrk köfnunarefnis og heildarþrýsting gassins í vatninu og dregur úr eða kemur í veg fyrir þörf á ytri loftunarbúnaði.
SOLVOX® OxyStream kerfið má auðveldlega setja upp með því að festa búnaðinn við lögnina inn í kerið með flansog festa snúningshausinn sem fylgir með, við botninn á kerinu.
Þetta veldur því að það er einnig mjög auðvelt að setja búnaðinn upp í eldri kerjum.Búnaðurinn er hannaður til að auka stöðugleika starfseminnar og lágmarka viðhaldskostnað og má laga að hvaða keri sem er.Ef vatnsþörfin er mjög mikil má nota fleiri en einn OxyStream fyrir hvert eldisker.
SOLVOX® OxyStream starfar við full afköst frá um það bil 15‰ seltu og þarf yfirleitt ekki nema á milli 0,05 og 0,2 bara þrýsting til að súrefnismetta og lofta/köfnunarefnishreinsa vatn og skapa bestu hugsanlegu vökvastýringu í kerinu miðað við starfsemina á hverjum stað.Þessi litli þrýstingur þýðir að yfirleitt þarf ekki að nota ytri dælur eða ytri orkugjafa til að súrefnismetta og lofta vatnið.Í ferskvatnskerjum er SOLVOX® OxyStream gjarnan notað til að bæta viðbótarsúrefni í vatnið.
SOLVOX® OxyStream má stilla til að búnaðurinn passi í ker sem eru frá 3 og upp í 20 metra í þvermál og frá 5 upp í 1.500 rúmmetra að stærð.Stærri búnaður er í þróun sem stendur.
Samhliða notkun SOLVOX® OxyStream búnaðar mælum við með SOLVOX® F gasskömmtunarskápi til að tryggja bestu hugsanlegu virkni og súrefnismettun.SOLVOX® F má auðveldlega tengja við fyrirliggjandi stýribúnað fyrir sjálfvirka súrefnisskömmtun á hverjum stað.