Lasersuða með koldíoxíð og Nd:YAG-laserum nýtur síaukinna vinsælda í iðnaðarframleiðslu.Öflugir koldíoxíðlaserar (2–12 kW) eru notaðir við suðu, til dæmis á íhlutum í bíla, gírkössum, varmaskiptum og skornum plötum.
Aflminni Nd:YAG-laserar (100–500 W) eru notaðir við suðu á litlum hlutum, svo sem búnaði fyrir sjúkrahús og hlífum utan um rafeindabúnað.Öflugir Nd:YAG-laserar (í kW) notast oft við þjarka til að stjórnasuðunni.Öflugir koldíoxíðlaserarnir eru til dæmis notaðir við suðu á íhlutum í bílaiðnaði, svo sem varahluti í bíla.
Lasergeislanum er beint á lítið svæði sem er kallað brennidepillinn.Hitinn í brennideplinum er nógu hár til að bræða efnið og breyta því í gufu.Öflugir koldíoxíðlaserar notast aðallega við vatnskælda spegla við að miða geislanum, í stað linsa.
Í meginatriðum eru til tvær aðferðir við lasersuðu.Bræðsluaðferðin felst í því að varmi erfluttur af yfirborði vinnslustykkisins og undir það.Þessi aðferð er yfirleitt notuð við minni efnisþykktir með aflminni Nd:YAG-laserum.
Suða með öflugum laser er yfirleitt gegnumsuða, þ.e. laserinn bræðir og breytir efninu sem soðið er í gufu.Þrýstingurinn af gufunni flytur bráðina og myndar skráargatslaga gat.Þannig fást mjóir samsuður sem ná í gegnum allt efnið.
Gastegundir fyrir lasersuðu hafa ýmis hlutverk:
Verja bráðið og svæðið sem hitað er
Verja linsu lasersins gegn suðureyk og gjalli
Verja bakhlið suðunnar og hamla myndun plasma við lasersuðu með koldíoxíð
Með plasma er átt við jónaða málmgufuna sem safnast saman fyrir ofan skráargatið sem dregur úr afli lasergeislans og getur truflað suðuna.Myndun plasma er háð gerð og afli lasertæksisins og val á gasi til suðu getur einnig haft áhrif.
AGA Laserline gastegundir eru afbragðsgóð lausn fyrir alla suðu.
Til að forðast þá hættu sem fylgir heitum vinnuaðgerðum skal ávallt gera viðeigandi varúðarráðstafanir.