Helíum
Helíum er næstléttasta frumefnið, eða sjö sinnum léttara en andrúmsloft. Það er efnafræðilega óhvarfgjarnt, hefur litla leysni í vatni og er ekki hægt að brenna eða sprengja. Helíum er kaldasti vökvi sem vitað er um, eða -269 °C.
Þótt helíum sé annað algengasta frumefnið á jörðinni er ákaflega erfitt að nálgast það. Stærstur hluti helíumgass er unninn úr náttúrulegum gaslindum sem innihalda frá 1% upp í 7% helíum miðað við rúmmál. Slíkar náttúrugasnámur eru fágætar og finnast helst á tilteknum svæðum í Bandaríkjunum, Kanada, Póllandi, Rússlandi og Afríku.
Helíum má nota á margvíslegan hátt, sem „létt gas“ sem getur lyft blöðrum og loftskipum, sem greiningargas til að greina jafnvel smæstu leka í lögnum og gámum og sem mikilvægt innihaldsefni í hlífðargasi fyrir suðu, , sem burðargas við greiningu efnaagna, in við framleiðslu á ljóstrefjum eða sem kælimiðil í rannsóknum í geimtækni og læknisfræði. Við bjóðum helíumblöndur í miklu úrvali og í mismunandi hreinu formi, í hvaða magni sem þú þarft og hvort sem er þjappað eða fljótandi.
Loftkennt helíum
Sértækir eiginleikar helíums koma að gagni á fjölmörgum iðnaðarsviðum og verkferlum, svo sem við köfun, lyftingar, lekaprófun, í bílaiðnaði, við framleiðslu hálfleiðara, við skurð og suðu, í örtækni, við margs konar greiningar (í efna-, eðlis- og læknisfræði) og við að blása upp blöðrur.
Fljótandi helíum
Í fljótandi formi er helíum selt viðskiptavinum í sérstökum einangruðum ISO-tönkum eða dewar-baukum og sem gas er það selt á hylkjum, búntum með mörgum hylkjum (Multi Cylinder Pack eða MCP) eða á tengivögnum með hylkjum.
Helíum í blöðrum
Við getum líka aðstoðað þig við skipulagningu með því að gefa ráðleggingar um hentuga hylkjastærð og reikna út gasmagnið sem þú þarft.
Öryggi
Linde (fyrrum ÍSAGA) setur öryggið á oddinn og þess vegna ráðleggjum við þér um örugga meðferð, geymslu og flutning á háþrýstihylkjum með helíum fyrir blöðrur og leggjum áherslu á að veita leiðbeiningar um örugga áfyllingu á blöðrur.
Áður en byrjað er að meðhöndla og nota blöðrugashylki er nauðsynlegt að kynna sér eiginleika gassins, hugsanlega áhættuþætti, rétta meðhöndlun hylkjanna og hvað gera skal ef neyðarástand myndast.
Blöðrugas er öruggt en það ætti aldrei að anda því að sér, þar sem það er kæfandi.
Gasið er geymt undir háþrýstingi í þungum, traustbyggðum hylkjum. Hylkin verður að geyma á öruggu svæði og þau þarf að meðhöndla af mikilli gætni til að forðast slys og líkamstjón.