Suða hefur verið notuð um aldir til að tengja saman málma.Í dag eru notaðar um það bil hundrað aðferðir við suðu á ólíkum sviðum iðnaðar.Á fimmta og sjötta áratugnum var byrjað að nota hlífðargastegundir við suðu (óblandaðar gastegundir eða blöndur).Síðan hefur notkun gastegunda við suðu aukist og eru slíkar aðferðir nú orðnar þær algengustu.
Algengar suðuaðferðir með hlífðargasi eru MIG-, MAG-, TIG- og plasmasuða.MAG-suða er mest notuð á venjulegt smíðastál en hana er einnig hægt að nota á ryðfrítt stál og annað efni.
Á níunda og tíunda áratugnum komu fram á sjónarsviðið margar nýjungar á sviði suðu.Meðal þeirra má nefna lasersuðu, suðu með tveimur vírum og blandaða lasersuðu.
Nauðsynlegt er að hafa mjög góða þekkingu á innri eiginleikum gastegundanna og virkni þeirra í sérhæfðum blöndum til að geta notað suðugastegundir á árangursríkan hátt við tilteknar suðuaðferðir.Ljósboginn sjálfur er afar áhrifaríkur en vandasamur í notkun og samanstendur að mestu úr mismunandi magni af jónuðu gasi og málmgufu.Þetta merkir að eiginleikar gassins hafa bein og tafarlaus áhrif á ljósbogann.Að auki komast suðugastegundirnar í snertingu við heitan málm, sem skapar afar hvarfgjarnar aðstæður, og þar skipta efnafræðilegir eiginleikar gassins miklu máli.
AGA/WELDONOVA býr yfir víðtækri þekkingu á suðuaðferðum, bæði almennt og að því er varðar mismunandi gastegundir.