Lághitavökvi er vökvi sem kældur er undir sitt venjulega suðumark, undir -90°C (-130°F). Algengustu iðnaðargösin sem eru flutt, meðhöndluð og geymd á fljótandi formi við lághitastig eru argon, helíum, vetni, köfnunarefni og súrefni.
Vegna þess að um er að ræða afar lág hitastig og mikinn hraða sem getur orðið þegar þessar gastegundir breytast úr vökva í gas, skal fylgja fjölda varúðarreglna og öryggisatriða. Einnig verður að fylgja sértækum varúðarráðstöfunum til að hindra að vökvi hvarfist við aðskotaefni eða forðast aðrar hættur sem tengjast ákveðnum vörum, s.s. köfnun eða eldfimi.
Í kaflanum um öryggisskjöl má finna upplýsingar um hvaða öryggisleiðbeiningum skuli fylgja. Eins og ávallt skulu notendur kynna sér vel öryggisleiðbeiningar tiltekinnar vöru. Allir notendur verða að þekkja vel til búnaðarins sem krafist er í tengslum við notkun lághitagastegunda.