Siðareglurnar eru jafngildar fyrir hvern starfsmann hjá Linde og dótturfélögum þess um allan heim. Þar með talin eru öll fyrirtæki sem Linde-samsteypan á a.m.k. 50 prósenta hlut í. Í samrekstri þar sem hlutur Linde er undir 50 prósentum munum við reyna að hafa áhrif og hvetja samstarfsaðila okkar til að taka upp staðlana sem skilgreindir eru í siðareglunum.
Við höfum bætt siða- og lagareglum við siðareglur Linde.
Linde hefur komið þessum reglum á til að setja háttsemi okkar gagnvart samstarfsaðilum fastari skorður enn frekar og þar með að móta væntingar okkar til þeirra í tengslum við innkaup. Reglunum er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir neina löggjöf.
Umhverfisvernd, öryggi framleiðsluvöru og félagsleg málefni eru mikilvæg íhugunarefni fyrir okkur sem og samstarfsaðila okkar í innkaupaferlinu.