Iðnaðar- og háhreinar gastegundir hafa marga góða kosti en þær geta einnig skapað hættu á vinnustað. Hér á eftir verður farið yfir nokkrar hættur af þeirra völdum. Það er mikilvægt að hver sá sem notar gas meðhöndli það á viðeigandi hátt og fái þjálfun og verklagsreglur til að starfa eftir. Hægt er að minnka áhættu með þekkingu og réttum verklagsreglum.
Gastegundir flokkast sem:
Brennanlegar gastegundir
Þegar brennanleg gastegund kemst í samband við andrúmsloft eða súrefni í mátulegri blöndu, springur eða brennur hún ef neisti kemst að. Ef blandan er of veik eða of sterk brennur hún ekki. Hinsvegar eru sterkar blöndur mjög hættulegar þar sem þær geta brunnið við ysta svæði blöndunnar.
Eldnærandi gastegundir
Eldnærandi gastegundir eru ekki eldfimar sem slíkar, en þær taka þátt í bruna. Jafnvel lítið magn af olíu eða lífrænu efni getur valdið íkveikju þegar um eldnærandi gastegund er nærri.
Óvirkar gastegundir
Óvirk gastegund sem losnar í lokuðu rými mun lækka súrefnismagn andrúmsloftins og hefta bruna ef eldur kemur upp. Óvirkar gastegundir eru notaðar í slökkvibúnað á svæðum þar sem ekki má nota vatn t.d. í rýmum fyrir tölvur og raftæki.